Gatnaframkvæmdum lokið í Hafnarfirði 20. júlí 2004

Framkvæmdir í fullum gangi í júní.

 

 19. júní              

Gatnaframkvæmdum við bensínstöðina í Hafnarfirði sem staðið hafa frá því í byrjun maí er nú lokið. Framkvæmdirnar, sem unnar voru af Ístaki hf. fyrir Hafnarfjarðarhöfn, fólust í að Óseyrarbrautin var grafin upp á 100 metra kafla, í hana sett holræsi og lagnir auk þess að skipt var um jarðvegsefni að hluta. Í síðustu viku var gatan malbikuð og einungis eftir að ganga frá gangstétt og girðingu sem skilur að hafnarsvæðið og Óseyrarbrautina.  Framkvæmdin er að hluta tilkomin vegna breyttra reglna Alþjóða siglingamálastofnunarinnar gegn hryðjuverkum en tilgangur reglnanna eru alþjóðavarnir gegn hryðjuverkum. Þannig verður nærumhverfi bensínstöðvarinnar vaktað með myndavélum auk þess sem að mannað vakthlið verður við inngang hafnarsvæðisins.  

 

 19. júlí               


 

 

 

 

 

 

 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.