Framkvæmdir við Kópavogsbraut 26. janúar 2016

Sem kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir á bensínstöð okkar við Kópavogsbraut. Áætluð opnun er í mars en íslenska veðurfarið ræður þar miklu um. Búið er að skipta um tanka og innviði húsnæðis og unnið að tengingu lagna og frágangi bílastæðis. Með hækkandi sól verður auglýst eftir aðila til að sjá um rekstur sjoppunnar en þar gæti einnig verið tilvalið að reka t.d kaffihús eða bakarí. Við hlökkum til að opna flotta og endurbætta bensínstöð.
 

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.