Frábært samstarf skilar SÁÁ 1.2 milljónum 11. desember 2014

Það má að sönnu segja að margt smátt gerir eitt stórt en fyrir um ári gerðu SÁÁ og Atlantsolía með sér samning um sérstakan SÁÁ-dælulykil til styrktar Barnahjálp SÁÁ. Á þeim tíma hafa um 600 stuðningsaðilar SÁÁ fengið sér lykilinn og saman safnaði hópurinn 1.2 milljónum króna sem eru ígildi tveggja króna af hverjum eldsneytislítra. Á dögunum afhenti Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdarstjóri Atlantsolíu, Ásgerði Theódóru Björnsdóttur, framkvæmdarstjóra SÁÁ, framlag ársins 2014 að upphæð 1.279.276 krónum. "Það munar um minna" sagði Ásgerður en það geta allir fengið sér SÁÁ-dælulykil og þannig tekið þátt í að styrkja Barnahjálp SÁÁ ásamt því að fá eldsneyti á góðum afslætti.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!