Frábær þátttaka 2. mars 2011

Ekki náðist að setja brautarmet í hlaupi nr. 2 í Atlantsolíu FH hlaupaseríunni. Hugsanlega hafði þar áhrif að nokkur vindur var og smá úrkoma. Í fyrsta sæti karla sigraði Stefán Guðmundsson á tímanum 16.45 og í flokki kvenna Arndís Ýr Hafþórsdóttir á tímanum 18.49.
Alls mættu 247 manns til leiks en þar af voru 100 hlauparar mættir sem ekki tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Hægt er að skoða myndir hér og eins eru úrslit hlaupsins á hlaup.is.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.