Fjölskylduhátíð í Húsdýragarðinum 9. júlí 8. júlí 2015

Það verður sumarstemmning í Húsdýragarðinum á morgun fimmtudag þegar við höldum okkar árlegu fjölskylduhátíð. Veðurspáin er frábær og ekki síður dagskráin en Gunni og Felix ætla að mæta, kl 15.00 Skoppa og Skrítla, Bjarni töframaður koma þar á eftir og söngvarar framtíðarinnar láta ljós sitt skína á sviðinu. Mættu með dælulykilinn og fáðu frítt í garðinn fyrir alla fjölskylduna og börnin fá ís og blöðru frá kl.14 eða á meðan birgðir endast. 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!