Fjölskyldudagur AS/AO 28. ágúst 2004

Hin árlega lyftarakeppni Atlantsskipa og Atlantsolíu var haldinn í dag. Dagurinn er fjölskyldudagur þar sem starfsmenn ásamt börnum hittast og eiga góðar stundir. Fyrir börnin var boðið upp á hoppukastala ásamt því að grillaðar voru pylsur og hamborgarar og farið í leiki. Fyrir þá fullorðnu var sett upp einföld braut þar sem keppt var í því að stafla brettum upp á hvort annað í kapp við tímann. Rétt er að geta þess að fyllsta öryggis var gætt. Í lok dagsins var hópeflið eflt með því að fara í PaintBall. Deginum lauk síðan með útigrilli og ljúfum samsöng starfsmanna.

  

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.