Fjölskyldudagur AS/AO 28. ágúst 2004

Hin árlega lyftarakeppni Atlantsskipa og Atlantsolíu var haldinn í dag. Dagurinn er fjölskyldudagur þar sem starfsmenn ásamt börnum hittast og eiga góðar stundir. Fyrir börnin var boðið upp á hoppukastala ásamt því að grillaðar voru pylsur og hamborgarar og farið í leiki. Fyrir þá fullorðnu var sett upp einföld braut þar sem keppt var í því að stafla brettum upp á hvort annað í kapp við tímann. Rétt er að geta þess að fyllsta öryggis var gætt. Í lok dagsins var hópeflið eflt með því að fara í PaintBall. Deginum lauk síðan með útigrilli og ljúfum samsöng starfsmanna.

  

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.