Fjölmargir í Atlantsolíu/FH hlaupinu 27. mars 2015

 

Það var vel mætt í síðasta hlaupi vetrarins í hlauparöð Atlantsolíu og FH í gærkvöldi. Alls tóku 216 hlauparar þátt og var veðrið hreint frábært og færið að sama skapi. Sigurvegarar voru líkt og í fyrri hlaupum  Kári Steinn Karlsson á tímanum 15.27 og Jóhanna Ólafs á tímanum 19.32.  Í öðru og þriðja sæti kvenna komu þær Gígja Gunnlaugsdóttir á tímanum 20:12 og Ingveldur H. Karlsdóttir á tímanum 20:46. Í öðru og þriðja sæti karla komu þeir Ingvar hjartarson 16:56 og Arnar Ragnarsson á 17:38.  Hlaupahópur FH og Atlantsolía þakkar öllum því frábæra fólki sem þátt tók í hlaupunum í vetur og munu að hreyfing eflir sál og líkama. Hér má sjá nokkrar myndir og hér má finna úrslitin. 
 

  

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.