Ferðaratleikur - skilmálar 1. júlí 2016

Ferðaratleikur Atlantsolíu. Erða Fratleikur? Á næstu dælustöð okkar finnur þú límmiða með skemmtilegum spurningum. Svaraðu einni og merktu með‪ #‎fratleikur‬ á Instagram eða Twitter og þú ert komin(n) í pottinn. Þann 22. ágúst verður svo dreginn út heppinn dælulykilshafishafi sem hlýtur ferð til Krítar með Vita að andvirði 500.000.- kr.

 

SKILMÁLAR

Vinsamlegast lesið eftirfarandi skilmála. Með því að taka þátt í Fratleiknum lýsir þátttakandi því yfir að hann/hún hafi lesið og samþykkt þessa skilmála.

  1. Almennt:

Leikurinn hófst 15. júní og lýkur 22. ágúst 2016. Vinningshafi verður tilkynntur innan 2 vikna frá þeim tíma liðnum.

Vinningshafi er dreginn út úr öllum þáttakendum en aðeins dælulykilshafar geta hlotið vinninginn. Í þeim tilvikum sem þáttakendur eru undir 18 ára aldri er nægjanlegt að annað foreldri sé dælulykilshafi. Ef sá aðili sem dreginn er út reynist ekki vera dælulykilshafi þá er dreginn út nýr vinningshafi. Atlantsolía ehf. áskilur sér rétt til að breyta eða hætta við leikinn ef nauðsyn krefur. Dregið verður úr öllum gildum skráningum sem berast áður en leiknum lýkur ef hætt er við leikinn. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með öllum mögulegum breytingum á leiknum.

  1. Hvernig tek ég þátt?

Þú tekur þátt með því að mynda spurningu á Atlantsolíu stöð og deila á Twitter eða Instagram með hasstagginu (myllumerkinu) #fratleikur ásamt réttu svari. Þeir sem ekki eru með Twitter eða Instagram geta sent mynd og svar á netfangið fratleikur@atlantsolia.is.

  1. Reglur um þátttöku:

Leikurinn er opinn öllum einstaklingum en aðeins dælulykilshafar eða börn þeirra geta unnið stóra vinninginn. Fyrirtæki, samtök og starfsmenn Atlantsolíu eða H:N Markaðssamskipta mega ekki taka þátt.

Athugaðu að þú getur tekið þátt eins oft og þú vilt. Dregið er úr öllum innsendum myndum og því hægt að auka vinningslíkurnar með því að taka þátt oftar. Atlantsolía tekur enga ábyrgð á skráningum sem skila sér ekki, eru ekki fullgildar eða tapast af einhverjum ástæðum.

  1. Verðlaunin:

1 x ferðavinningur að upphæð 500.000 íslenskar krónur.

  1. Val á vinningshafa:

Þegar þátttökufrestur (22. ágúst 2016) er útrunninn verður einn vinningshafi valinn að handahófi úr innsendum myndum.

Haft verður samband við vinningshafa eigi síðar en 5. september 2016. Ef vinningshafi svarar ekki tölvupóstum eða símtölum Atlantsolíu innan þriggja daga frá þvi fyrst er reynt að hafa samband verður annar vinningshafi dreginn út.

Vinningshafi verður að sýna lögleg skilríki eða sanna ótvíræð deili á sér og að hann sé eigandi þess samfélagsmiðlaaðgangs eða tölvupóstfangs sem notað var til þátttökunnar til að fá vinninginn afhentan. Einnig gengur Atlantsolíu úr skugga um að viðkomandi (eða foreldri viðkomandi) sé dælulykilshafi.

Ef í ljós kemur að vinningshafi uppfyllir ekki skilyrði leiksins, fær hann/hún ekki verðlaunin og annar vinningshafi verður valinn í staðinn.

Vinningshafi samþykkir með þátttöku sinni að nafn hans og persóna birtist á vinningstilkynningum og markaðsefni því tengdu.

Ef upp kemur vafaatriði varðandi hvaða einstaklingur á rétt á verðlaununum fær réttmætur eigandi samfélagsmiðlaaðgangsins eða tölvupóstfangsins sem notað var til þátttöku verðlaunin.

Atlantsolía áskilur sér rétt til að skipta verðlaununum út fyrir önnur verðlaun sem hljóða upp á sama eða meira verðmæti ef verðlaunin reynast af einhverjum ástæðum ófáanleg. Vinningshafi á ekki kost á að skipta verðlaununum út fyrir aðra vöru eða þjónustu, reiðufé eða úthluta þeim öðrum. Sé ekki farið eftir þessum skilyrðum eða í þeim tilfellum sem ekki er hægt að afhenda verðlaunin/tilkynningu um verðlaun eða ef vinningshafi reynist ekki gjaldgengur eða reynist ekki hafa farið eftir þessum skilmálum, hefur viðkomandi vinningshafi fyrirgert verðlaununum og verður verðlaunum úthlutað öðrum.

  1. Birting og takmörkun ábyrgðar:

Með þátttöku sinni í þessum leik afsala þátttakendur sér rétti til og samþykkja að draga Atlantsolíu, dótturfélög, systurfélög, leyfisveitendur, auglýsinga- og kynningarfélög þess, ekki til ábyrgðar vegna nokkurra réttinda, krafa og málsástæðna sem geta komið upp vegna nokkurrar skaðabótaskyldu sem tengist nokkru máli, ástæðu eða hlut, þar með talið en takmarkast þó ekki við líkamlegt tjón, tap eða skaða hvort sem um er að ræða bætur, skaðabætur vegna tjóns/óbeins tjóns einstaklings, þ.m.t. dauða, og/eða eignar, sem til kemur að hluta eða í heilu lagi, beint eða óbeint vegna móttöku viðkomandi, eignarhaldi á, notkunar eða misnotkunar á nokkurri þeirri vöru sem fæst vegna vinninga eða þátttöku viðkomandi í þessum leik eða nokkurri starfsemi sem tengist vinningum. Með því að taka við verðlaunum samþykkir vinningshafi að Atlantsolía megi nota nafn vinningshafa, ljósmynd og/eða upplýsingar um verðlaunin í auglýsingum, kynningum eða annarri kynningarstarfsemi og að Atlantsolía megi nota yfirlýsingar vinningshafa varðandi Atlantsolíu, tengd eða skyld fyrirtæki eða þennan leik og veitir Atlantsolíu og tengdum eða skyldum fyrirtækjum öll réttindi varðandi tilgreinda notkun án frekari fyrirvara og/eða greiðslna nema þar sem íslensk lög kveða á um annað.


 

  1. Gagnavernd:

Atlantsolía hefur aðgang að þeim upplýsingum sem þú veitir með þátttöku í leiknum.

Atlantsolía mun ekki veita þriðja aðila upplýsingar um þig nema tilneytt af íslenskum dómstól.

  1. Deilumál:

Með því að taka þátt í leiknum samþykkja þátttakendur 1) að allar deilur, kröfur og forsendur til málsóknar sem tengjast leiknum eða verðlaunum verði útkljáðar af einstaklingum, án þess að til hópmálsóknar komi; 2) að allar kröfur, dómar eða bætur takmarkist við útlagaðan kostnað sem stofnað var til, þ.m.t. kostnað sem tengist þátttöku í leiknum en í engum tilfellum lögfræðikostnað; og 3) að ekki undir neinum kringumstæðum verði þátttakendum heimilt að fara frá á, og þátttakendur afsala sér hér með öllum rétti til að fara fram á refsikenndar bætur vegna tilfallandi kostnaðar, skaðabóta vegna tjóns/óbeins tjóns og öllum rétti til að krefjast skaðabóta eða annarra bóta sem samsvara öðru en útlögðum kostnaði. Í öllum málum og spurningum er varða skipulagningu, lögmæti, túlkun og fullnustuhæfi þessara skilmála eða réttindi og skyldur þátttakenda, Atlantsolíu eða tengdra aðila í tengslum við leikinn skal fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál út frá þessum leik eða í tengslum við þessa skilmála skal það aðeins rekið fyrir íslenskum dómstólum. Sé eitthvað ákvæði þessara skilmála dæmt ógilt eða ekki fullnustuhæft hefur það ekki áhrif á gildi eða fullnustuhæfi annarra ákveða skilmálanna.

  1. Atlantsolía, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður, Ísland

Leikurinn er háður íslenskum lögum og reglugerðum. Birt með fyrirvara um villur.

​ ​

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.