Enn óbreytt verð 7. október 2004

Nokkuð hefur verið um að viðskiptavinir hafa spurt um hvort fyrirtækið sé búið að hækka eldsneytisverð. Því er til að svara að engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt að sinni en forráðamenn fylgjast grannt með þróun markaðsverðs á bensíni og dísel. Alvarlegust er þó þróun á skipagasolíu sem hækkaði að jafnaði um prósent fyrir hvern virkan dag septembermánaðar eða um 22%.
Sé hins vegar litið til verðlagningar eldsneytis á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að bíleigendur geta sparað umtalsvert leiti þeir eftir bestu kjörum. Þannig er algengur munur milli hæsta og lægsta verðs um 5 krónur á bensíni og um tæpar þrjár krónur á dísel sé miðað við sjálfsafgreiðslu eða um 9 krónur á bensíni og 7 krónur á dísel sé þjónusta innifalin. Þá hefur einnig munur á milli bæjarfélaga aukist á síðustu dögum og njóta þannig Kópavogsbúar og Hafnfirðingar að jafnaði bestu kjara á eldsneyti.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.