Ekur frítt í tvo mánuði! 6. nóvember 2003

Frá því Atlantsolía hóf að selja bílagasolíu á dælustöð sinni við Óseyrarbraut þann 14. október hafa viðbrögð ekki látið á sér standa. Viðskiptavinir koma úr mörgum áttum en mest ber þó á stórnotendum eins og flutninga- og vörubifreiðastjórum sem og leigubílstjórum. Einn þeirra leigubílstjóra sem fyrstir hófu viðskipti við fyrirtækið var Jóhann A. Guðmundsson, leigubílstjóri nr. 399 hjá Hreyfli Bæjarleiðum. Hann segir tilkomu AO vera einskonar kjarabót fyrir leigubílstjóra. Ég hlýt að styðja þá sem styðja mig. Við leigubílstjórar sem höfum lífsviðurværi okkar af akstri erum með bróðurpart af okkar útgjöldum í eldsneyti. Á síðasta ári námu útgjöld mín vegna þess um 370 þúsund krónur. Ég ek um 95 þúsund kílómetra á ári og miðað við að verðið lækki nú um rúmar 4 krónur á lítrinn þá gerir það rétt um 40 þúsund krónur í sparnað miðað við sjálfsafgreiðslustöðvar. Ef ég myndi nota þjónustu er sparnaðurinn rúm 80 þúsund. Það má því segja að ég aki frítt í einn til tvo mánuði á ári." Jóhann segir að leigubílstjórar fagni komu AO. Við höfum beðið lengi eftir því að hreyfing kæmi á þessi mál og vonandi er hún komin til að vera. Ég veit að margir bíða eftir því að útsölustöðum fjölgi og opnun verði allan sólarhringinn. Verði svo þurfið þið lítið að óttast", sagði Jóhann að lokum.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.