Díselolía seld í Kópavogi 3. desember 2003

Í dag hóf Atlantsolía sölu á díselolíu til almennings við Söluturninn að Kópavogsbraut 115. Saga eldsneytissölu á þessum stað á sér langa sögu en fyrstu 25 árin var hún rekin af Olís og frá 1992 af Skeljungi hf. Á þessum stað var fyrst tekið við greiðslukortum á Íslandi við kaupum á bensíni og þarna gat almenningur einnig verslað eldsneyti í verkföllum áður fyrr.  Ástæðan var sú að hún hefur verið í einkaeigu alla sína tíð. Starfsemi sölusturnsins verður óbreytt með tilkomu AO en opnunartími er virka daga frá klukkan 7.45 til 23.30 og um helgar frá 10 til 23.30.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.