Díselolía seld í Kópavogi 3. desember 2003

Í dag hóf Atlantsolía sölu á díselolíu til almennings við Söluturninn að Kópavogsbraut 115. Saga eldsneytissölu á þessum stað á sér langa sögu en fyrstu 25 árin var hún rekin af Olís og frá 1992 af Skeljungi hf. Á þessum stað var fyrst tekið við greiðslukortum á Íslandi við kaupum á bensíni og þarna gat almenningur einnig verslað eldsneyti í verkföllum áður fyrr.  Ástæðan var sú að hún hefur verið í einkaeigu alla sína tíð. Starfsemi sölusturnsins verður óbreytt með tilkomu AO en opnunartími er virka daga frá klukkan 7.45 til 23.30 og um helgar frá 10 til 23.30.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!