Dælulykill tekinn í notkun 1. desember 2005

Í dag 1. desember var formlega tekinn í notkun Dælulykill fyrirtækisins. Það var Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem veitti fyrirtækinu þann heiður og kunna forráðamenn Atlantsolíu henni bestu þakkir. Dælulykillinn markar mikil tímamót fyrir kaupendur eldsneytis hjá fyrirtækinu því með honum styttist tíminn enn frekar sem það tekur að taka eldsneyti. Eins færa forráðamenn fyrirtækisins bestu þakkir til Páls K. Svanssonar ráðgjafa hjá PKS ráðgjöf ehf. en hann bar hitann og þungan af undirbúningi lykilsins. Að sama skapi vill fyrirtæki þakka CurrOn fyrir tækniaðstoð sem og starfsfólki greiðslumiðlunarfyrirtækja sem að framtakinu komu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.