Breytt samkeppnisumhverfi 26. nóvember 2003

Nú hafa öll hin olíufélögin afturkallað verðhækkanir sínar á íslenskum eldsneytismarkaði. Það er til marks um breytt samkeppnisumhverfi að 69 stundir liðu frá því að Olíufélagið Esso hækkaði verðskrá sína til þess að hún var afturkölluð. Þær hækkanir sem kynntar voru hefðu kostað neytendur og útgerðarfyrirtæki landsins miklar fjárhæðir. Þannig má ætla að eigendur bensínbifreiða hefðu þurft að greiða um 196 milljónir króna aukalega á ársgrundvelli og sjávarútvegur og díselbifreiðaeigendur rétt um 790 milljónir króna. Sparnaður þjóðfélagsins nam því rétt um 1 milljarði króna á ársgrundvelli.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.