Bifreiðafloti Atlantsolíu stækkar 18. nóvember 2003

Atlantsolía hefur nú bætt við fjórða olíuflutningabíl sínum. Bifreiðin, sem afhent var í gær, er af gerðinni Scania 124 L og er búinn öllum helstu þægindum fyrir ökumann sem völ er á. Hún er þriggja öxla með beygjum á öftustu hjólum sem gerir hann auðveldari í akstri við erfið skilyrði. Bifreiðinni er ætlað að þjóna stærri verktökum á Suðurlandi en brýnt þótti að uppfylla þjónustukröfur þess markaðar.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.