Bensínverð hækkar eftir viku 21. ágúst 2004

Nokkuð hefur verið um að viðskiptavinir hafi haft samband vegna hugsanlegrar hækkunar bensínverðs. Því er til að svara að innkaupsverð eldsneytis hjá Atlantsolíu hefur hækkað á síðustu tveimur mánuðum. Fram að þessu hefur fyrirtækið haldið aftur af þeim hækkunum en mikið lengur verður ekki við svo búið. Því mun Atlantsolía hækka verð á bensíni og díselolíu að morgni föstudagsins 27. ágúst. Þannig er áætlað að bensín hækki úr 99,90 í 103,90 eða um 4 krónur og díselolíu úr 43,50 í 49,90 eða um 6,40 krónur.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.