Bensínstöð ræst með tölvuúri 11. janúar 2006

Í gær ræsti borgastjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýjustu benínstöð Atlantsolíu sem risin er við Húsgagnahöllina. Hin formlega opnun var sérstök þar sem stöðin var ræst með tölvuúri.

Úrið er útbúið örgjörfa sem dælur stöðvarinnar skynja. Þegar úrið er borið að dælu fer hún sjálfkrafa í gang enda áður búið að tengja úrið við greiðslukort. Einungis eitt slíkt úr er til á landinu en gert er ráð fyrir að fá fleiri slík úr áður en langt um líður.

Á myndinni má sjá Steinunni Valdísi, borgarstjóra, Huga Hreiðarsson markaðsstjóra Atlantsolíu og Geir Sæmundsson framkvæmdastjóra Atlantsolíu.

 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.