Bensínstöð kemur upp á yfirborðið 16. desember 2004

Búið er að grófjafna jarðveg á bensínstöðvarlóð AO á Sprengisandi og þess skammt að bíða að vegfarendur sjái stöðina taka á sig raunverulega mynd. Nú er verið að forsmíða ýmsar einingar svo sem stólpa fyrir verðskilti, tengihús og ýmsan annan útbúnað sem komið verður fyrir innan skamms. Allir verkþættir  ganga mjög vel að sögn verktaka.

 

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.