Bensínstöð á 24 tímum 18. nóvember 2005

Eftir að dælur höfðu verið fluttar á bensínstöðina Kópavogi liðu aðeins 24 tímar þar til sala á bensíni hófst að nýju. Það var Friðþjófur Friðþjófsson tæknistjóri Atlantsolíu sem hafði veg og vanda að framkvæmdunum. Þess má geta að mikið var sungið á meðan framkvæmdum stóð og bar mest á Gullbarkanum Reyni Guðmundssyni pípara en hann er hvað þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar SagaClass.

 

 

 

 

 

 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.