Atlantsolíuhlaupið - 10 fá frítt á tankinn 17. mars 2006

Á morgun laugardag fer fram í fyrsta sinn Atlantsolíuhlaupið. Hlaupið er sérstaklega ætlað að höfða til fjölskyldna en boðið verður upp á tvær vegalengdir - 3 eða 7 kílómetra. Hlaupið er gert í samstarfi við Skokkhóp Víkings sem hefur veg og vanda að allri skipulagningu. Hlaupið verður frá bensínstöðinni á Sprengisandi og hring um Elliðaárdalinn. Spáin er ágæt og tilvalið fyrir fjölskylduna að mæta. Það verður borgarstjóri sem ræsa mun hlaupið klukkan 10.30 í fyrramálið.
Nánari upplýsingar má finna á www.hlaup.is.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.