Atlantsolíu og FH hlaup í kvöld 23. febrúar 2012

Atlantsolíu/FH hlaup fór fram í kvöld. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri og voru fjölmargir að setja persónuleg met. Kári Steinn Karlsson, Breiðablik, setti nýtt brautarmet þegar hann hljóp 5 km á 15.03 mínútum.  Fyrra metið átti Stefán Guðmundsson sem var 15,24 mín en hann varð nr. 2 í hlaupinu á eftir Kára Steini í kvöld.  Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni á 18,30 sem er aðeins 3 sekúndum frá brautarmeti hennar síðan í fyrra.

Alls tóku 168 hlauparar þátt en heildarúrslit verða fljótlega birt á www.hlaup.is

Nánar um fyrirkomulag hlaupsins má finna hér en síðasta hlaup vetrarins verður 22. mars.

Minnt er á glæsilegt lokahóf föstudagskvöldið 30. mars að Kaplakrika þar sem fjöldi vinninga verður í boði en dregið er úr nöfnum þátttakenda. Þannig hafa þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum mesta vinningsmöguleika.

Úrslit frá síðasta hlaupi má finna á hlaup.is.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.