Atlantsolíu og FH hlaup í kvöld 23. febrúar 2012

Atlantsolíu/FH hlaup fór fram í kvöld. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri og voru fjölmargir að setja persónuleg met. Kári Steinn Karlsson, Breiðablik, setti nýtt brautarmet þegar hann hljóp 5 km á 15.03 mínútum.  Fyrra metið átti Stefán Guðmundsson sem var 15,24 mín en hann varð nr. 2 í hlaupinu á eftir Kára Steini í kvöld.  Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni á 18,30 sem er aðeins 3 sekúndum frá brautarmeti hennar síðan í fyrra.

Alls tóku 168 hlauparar þátt en heildarúrslit verða fljótlega birt á www.hlaup.is

Nánar um fyrirkomulag hlaupsins má finna hér en síðasta hlaup vetrarins verður 22. mars.

Minnt er á glæsilegt lokahóf föstudagskvöldið 30. mars að Kaplakrika þar sem fjöldi vinninga verður í boði en dregið er úr nöfnum þátttakenda. Þannig hafa þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum mesta vinningsmöguleika.

Úrslit frá síðasta hlaupi má finna á hlaup.is.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!