Atlantsolía verðleiðandi 15. október 2004

Á síðustu dögum hafa orðið enn ein vatnaskil í samkeppnissögu eldsneytis hér á landi. Til marks um það hafa samkeppnisaðilar í þrígang breytt listaverðum sínum á einni viku og ætti ástæðan að vera flestum kunn. Atlantsolía hefur ekki hækkað sitt eldsneytisverð. Í þessu samhengi er vert að minnast á söguna.  Fram til loka árs 2003, eða þar til Atlantsolía hóf sölu díselolíu til almennings, voru breytingar á listaverðum samkeppnisaðila að jafnaði einu sinni í upphafi hvers mánaðar. Þannig voru árlega aldrei fleiri en 12 listaverðsbreytingar milli áranna 1990 og 2000 en fæstar urðu þær 1991 eða 6 og 9 verðbreytingar voru árin 1995 og 1998. Rétt er að geta þess að stjórnvöld létu af verðafskiptum árið 1994. 
Það sem af er þessu ári eru breytingar á listaverðum samkeppnisaðila orðnar 21. Vissulega spilar þar inn í miklar hækkanir á heimsmarkaði en innkoma Atlantsolíu hefur þar þó vinninginn. Fyrir neytendur skiptir hins vegar öllu að ávallt ríki verðsamkeppni hvernig sem árar á olíumörkuðum. Í Fréttablaðinu í dag má sjá þann ávinning sem Hafnfirðingar og Kópavogsbúar njóta en lægstu eldsneytisverðin eru einmitt í þessum tveimur bæjarfélögum. Könnunin er að sama skapi ágæt staðfesting á að Atlantsolía er orðið verðleiðandi því listaverð samkeppnisaðila á 95 okt. bensíni með þjónustu er 111,5 krónur og því 107,5 krónur án þjónustu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.