Atlantsolía tilnefnd 9. mars 2006

Forráðamenn Atlantsolíu eru þakklátir þeim tryggu viðskiptavinum sem hafa tilnefnt fyrirtækið sem fulltrúa fyrir neytendaverðlaunin 2006. Það er Bylgjan, Visir.is og Neytendasamtökin sem standa fyrir framtakinu en úrslit verða kunngjörð þann 15. mars næstkomandi á alþjóðlegum degi neytendaréttar. Við val á fyrirtæki eru kjósendur beðnir að hafa til hliðsjónar góða þjónustu, að vara sé seld á hagstæðu verði, að fyrirtækið hafi aukið samkeppni og að endingu hafi leysi vel úr þeim vandamálum sem upp koma eftir að viðskipti hafa átt sér stað.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.