Atlantsolía styrkir Vinafélag Móvaðs 21. maí 2013

Atlantsolía er nú formlega orðin styrktaraðili Vinafélags Móvaðs sem er stuðningsaðili Sambýlisins Móvaði 9. Þar búa 5 fötluð börn sem eru í hjólastól. Vinafélagið hefur síðastliðið ár safnað fyrir stórum bíl sem gæti rúmað börnin og aðstandendur þeirra. Með tilkomu bílsins eykst frelsi barnanna til muna. Atlantsolía, Vís, Hringskonur og Askja ásamt fleirum tóku höndum saman og gerðu þennan draum að veruleika. Við styrkjum verkefnið með stolti með fjárstyrk að upphæð 100.000 sem og með útgáfu dælulykla þar sem 5 kr eru í afslátt og svo rennur 1 kr af hverjum lítra dælulykils Móvaðs til reksturs bílsins.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.