Atlantsolía opnar í Stykkishólmi 20. ágúst 2012

Um helgina opnaði Atlantsolía sína 18. stöð þegar Stykkishólmur bættist við í hópinn. Það var Lárus V. Hannesson forseti bæjarstjórnar sem formlega opnaði stöðina með því að dæla á bifreið Hermanns Leifssonar, fyrsta viðskiptavinar stöðvarinnar. Hermann var ásamt fjölskyldu sinni á dönskum dögum þegar hann fékk þennan óvænta glaðning. Margt var um manninn í tilefni opnunarinnar og lék meðal annars verðlaunatrommusveit Lúðrasveitar Stykkishólms nokkur lög auk þess sem boðið var upp á góðgæti í tilefni dagsins.  Við sama tækifæri var undirritaður samningur við körfuknattleiksdeild Snæfells en Atlantsolía verður bakhjarl deildarinnar næstu tvö árin.
 
  
 
Símon Kjærnested, stjórnarformaður Atlantsolíu og Gunnar Svanlaugsson formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells undirrita samstarfssamning.
 
.
 
Atlantsolía bauð upp á flugeldasýningu á dönskum dögum í Stykkishólmi.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!