Atlantsolía opnar í Stykkishólmi 20. ágúst 2012

Um helgina opnaði Atlantsolía sína 18. stöð þegar Stykkishólmur bættist við í hópinn. Það var Lárus V. Hannesson forseti bæjarstjórnar sem formlega opnaði stöðina með því að dæla á bifreið Hermanns Leifssonar, fyrsta viðskiptavinar stöðvarinnar. Hermann var ásamt fjölskyldu sinni á dönskum dögum þegar hann fékk þennan óvænta glaðning. Margt var um manninn í tilefni opnunarinnar og lék meðal annars verðlaunatrommusveit Lúðrasveitar Stykkishólms nokkur lög auk þess sem boðið var upp á góðgæti í tilefni dagsins.  Við sama tækifæri var undirritaður samningur við körfuknattleiksdeild Snæfells en Atlantsolía verður bakhjarl deildarinnar næstu tvö árin.
 
  
 
Símon Kjærnested, stjórnarformaður Atlantsolíu og Gunnar Svanlaugsson formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells undirrita samstarfssamning.
 
.
 
Atlantsolía bauð upp á flugeldasýningu á dönskum dögum í Stykkishólmi.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.