Atlantsolía opnar í Skeifunni 29. september 2005

Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður og lífskúnstner klippti á borða og opnaði þar með formlega bensínstöð Atlantsolíu í Skeifunni.  Stöðin, sem er staðsett á lóð verslunarmiðstöðvarinnar Krónunnar, mun verða ein sú mikilvægasta í því samkeppnisafli sem Atlantsolía ætlar sér að veita. Stöðin er ómönnuð og geta 4 viðskiptavinir verslað þar í einu. Á myndinni má sjá Huga Hreiðarsson markaðsstjóra Atlantsolíu, Árna Þór Freysteinsson rekstrarstjóra Krónunnar og Hermann Gunnarsson fjölmiðlamann sem fyrstur fyllti á tankinn eftir formlega vígslu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.