Atlantsolía og Kemi gera með sér samning. 15. október 2003

Atlantsolía og Kemi hafa gert með sér samkomulag um sölu á Elf smurolíum.
Kemi ehf. hafa selt Elf smurolíur á Íslandi í mörg ár með góðum árangri.
Atlantsolía sá sér því leik á borði að semja við þá um samstarf til að veita viðskiptavinum betri þjónustu á góðu verði.
Elf olíufélagið er eitt stærsta olíufélag í heiminum í dag með hátt á annað hundrað þúsund starfsmenn og starfsemi um allan heim og er markaðshlutdeild í sjávarútvegi í heiminum 14%. Rannsóknar og tilraunastofur fyrirtækisins hafa gert Elf olíurnar að hágæða smurolíum sem eru viðurkenndar af öllum vélaframleiðendum, hvort sem um ræðir farartæki á lofti, landi eða láði.
Fyrirtækjum og útgerðum verður boðið upp á „Anac“ rannsóknir á smurolíum í vélum sínum til að meta bæði ástand olíu og vélar.
 
 
 
 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!