Atlantsolía og Kemi gera með sér samning. 15. október 2003

Atlantsolía og Kemi hafa gert með sér samkomulag um sölu á Elf smurolíum.
Kemi ehf. hafa selt Elf smurolíur á Íslandi í mörg ár með góðum árangri.
Atlantsolía sá sér því leik á borði að semja við þá um samstarf til að veita viðskiptavinum betri þjónustu á góðu verði.
Elf olíufélagið er eitt stærsta olíufélag í heiminum í dag með hátt á annað hundrað þúsund starfsmenn og starfsemi um allan heim og er markaðshlutdeild í sjávarútvegi í heiminum 14%. Rannsóknar og tilraunastofur fyrirtækisins hafa gert Elf olíurnar að hágæða smurolíum sem eru viðurkenndar af öllum vélaframleiðendum, hvort sem um ræðir farartæki á lofti, landi eða láði.
Fyrirtækjum og útgerðum verður boðið upp á „Anac“ rannsóknir á smurolíum í vélum sínum til að meta bæði ástand olíu og vélar.
 
 
 
 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.