Atlantsolía og Kemi gera með sér samning. 15. október 2003

Atlantsolía og Kemi hafa gert með sér samkomulag um sölu á Elf smurolíum.
Kemi ehf. hafa selt Elf smurolíur á Íslandi í mörg ár með góðum árangri.
Atlantsolía sá sér því leik á borði að semja við þá um samstarf til að veita viðskiptavinum betri þjónustu á góðu verði.
Elf olíufélagið er eitt stærsta olíufélag í heiminum í dag með hátt á annað hundrað þúsund starfsmenn og starfsemi um allan heim og er markaðshlutdeild í sjávarútvegi í heiminum 14%. Rannsóknar og tilraunastofur fyrirtækisins hafa gert Elf olíurnar að hágæða smurolíum sem eru viðurkenndar af öllum vélaframleiðendum, hvort sem um ræðir farartæki á lofti, landi eða láði.
Fyrirtækjum og útgerðum verður boðið upp á „Anac“ rannsóknir á smurolíum í vélum sínum til að meta bæði ástand olíu og vélar.
 
 
 
 

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.