Atlantsolía mun opna bensínstöð í desember. 1. október 2003

Atlantsolía mun opna bensínstöð yst á Kársnesi í Kópavogi í byrjun desember og aðra á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði í byrjun næsta árs. Breytingar á bensínstöðinni á Kársnesinu hefjast fljótlega en þar hefur verið rekin slík starfsemi til fjölda ára. Þeir sem vilja spara í bensínkaupum geta því farið að hlakka til. Áætlað er að opna nokkrar sjálfsafgreiðslustöðvar til viðbótar á næsta ári.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!