Atlantsolía kaupir fimm bensínstöðvar af Olís 11. desember 2018
Atlantsolía hefur keypt fimm þjónustustöðvar af Olís á höfuðborgarsvæðinu. Atlantsolía undirritaði kaupsamning við Olís þann 8. september síðastliðinn með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem hefur nú veitt samþykki fyrir kaupunum.
Stöðvarnar sem um ræðir eru við Háaleitisbraut 12, Knarrarvog 2, Kirkjustétt 2-6, Starengi 2 og Vallargrund 3. Í kaupunum fylgja meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar og tæki til afgreiðslu eldneytis.
„Kaupin á nýju þjónustustöðvunum er einn liður í því að styrkja vöxt félagsins til framtíðar. Markmið okkar er að bjóða eldsneyti á sem hagstæðasta verði til neytenda á sem flestum stöðum, ásamt því að ná betri nýtingu á dreifikerfi félagsins,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, forstjórir Atlantsolíu.
„Atlantsolía hefur á undanförnum árum mælst einna hæst meðal allra íslenskra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni og við erum afar stolt af þeim árangri. Það hvetur okkur til þess að sækja fram og gera betur á öllum sviðum og kaupin eru vissulega liður í því.“
Í kjölfar kaupanna eru stöðvar Atlantsolíu orðnar 24 talsins, staðsettar bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni
Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay
