Atlantsolía í Reykjavík 17. september 2004

Í gær, 16. september, staðfesti borgarráð Reykjavíkur breytingu á borgarskipulagi sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og díselolíu við Bústaðaveg 151. Áður hafði Atlantsolía fengið vilyrði fyrir þessari sömu lóð og því ljóst er að þriðja þjónustustöð fyrirtækisins verður í Reykjavík.
Fyrir Atlantsolíu er þessi ákvörðun borgarráðs vendipunktur í samkeppnislegu tilliti en sú hindrun sem falist hefur í lóðarskorti fyrir bensínstöðvar hefur hamlað vexti fyrirtækisins. Nú þegar er undirbúningur að hönnun bensínstöðvarinnar langt kominn en nær allur búnaður er þegar kominn til landsins. Áætlað er að lokið verði að við byggingu bensínstöðvarinnar fyrir áramót. Líkt og með stöðina í Hafnarfirði verður allur búnaður af nýjustu og fullkomnustu gerð. Þannig verður hver dæla með afsogunar- og sjálfsafgreiðslubúnaði.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.