Atlantsolía heimsækir Kiwanismenn 22. nóvember 2004

Endrum og sinnum er óskað kynninga frá fulltrúum Atlantsolíu. Starfsmenn kappkosta ávallt að verða við slíkum óskum og fyrir skemmstu fóru fulltrúar á fund Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði. Góð mæting var á fundinn en auk Eldborgarfélaga voru þar meðlimir frá Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík. Að kynningu lokinni voru líflegar umræður en sérstakan áhuga höfðu Kiwanisfélagar á framtíðaráformum Atlantsolíu sem og aðgengi að markaðnum. Þess má geta að Kiwanisklúbburinn Eldborg er einni elsti Kiwanisklúbbur landsins en hann heldur upp á 35 ára afmæli sitt um þessar mundir.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.