Atlantsolía hækkar ekki 23. nóvember 2003

Vegna ákvarðana Esso, Skeljungs og Olís um hækkanir á eldsneytisverði í síðustu viku vill Atlantsolía upplýsa viðskiptavini sína um að fyrirtækið hækkaði ekki verð á flotaolíu né bílagasolíu(dísel). Verð á bílagasolíu(dísel) helst óbreytt eða 35 kr. lítrinn og verð á flotaolíu helst það sama eða 26 krónur lítrinn.  Atlantsolía telur ekki þörf á hækkun hjá fyrirtækinu auk þess sem það er stefna þess að bjóða gæða olíu á samkeppnishæfu verði. Sem fyrr fylgist fyrirtækið með þróun heimsmarkaðsverðs á hráolíu.

 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.