Atlantsolía - Dalveg Kópavogi 16. desember 2004

Atlantsolía, í samstarfi við hópbifreiðarfyrirtækið Teit Jónasson ehf., fyrirhugar opnun nýrrar bensínstöðvar við Dalveg 22 Kópavogi um mitt næsta ár. Búið er að hanna bensínstöðina sem þegar hefur farið fyrir grenndarkynningu. Gott aðgengi er að stöðinni sem útbúin verður tveimur dælum líkt og stöðvarnar við Sprengisand og Óseyrarbraut Hafnarfirði.

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.