Andrésar Andarleikarnir framundan 23. apríl 2013


Atlantsolía er einn af aðalstuðningsaðilum Andrésar Andarleikanna. Mótið hefst á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta en á morgun fer hin árlega skrúðganga fram og í kjölfarið verða leikarnir settir. Von er á fjölda gesta frá öllum landshornum og má búast við að gríðargóð stemmning verði í fjallinu um komandi helgi. Það er gaman að segja frá því að undanfarin ár hefur þessi helgi verið næst fjölmennasta helgin í Hlíðarfjalli á eftir páskunum.  

Í tilefni leikana í ár hafa Hvanndalsbræður samið lag. 
Hér má hlusta á það.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!