Allt að verða tilbúið á Sprengisandi 1. febrúar 2005

Nú er lokið við að malbika og steypa kantstein við bensínstöðina við Sprengisand. Þar með var lokið þeim verkþáttum sem helst gátu tafist sökum veðráttu. Alls voru malbikaðir um 500 fermetrar í kringum steyptu plötuna sem umlykur dælurnar. Það er til marks um áhuga almennings að fjölmargir bílstjórar hafa ekið upp að stöðinni og spurt starfsmenn verktakans hversu langt sé í að stöðin opni. Því hafa verið settar upp keilur til varnar slíkum heimsóknum en þó hefur það ekki alltaf dugað til.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.