Afmælishlaup Atlantsolíu 31. júlí 2012


Afmælishlaup Atlantsolíu fer fram miðvikudaginn 12. September og hefst kl. 19 við skrifstofu Atlantsolíu að Lónsbraut 2 í Hafnarfirði. Hlaupaleiðin er 7 km. meðfram strandlengju Hafnarfjarðar, frá Lónsbraut og í áttina að Hrafnistu og hentar hlaupurum á öllum aldri. Notuð verður tímataka með flögu, og verður hún afhent á keppnisstað. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega. Athugið að ekki er í boði skráning á keppnisstað.
Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

14 ára og yngri
15-39 ára
40 ára og eldri
Skráning er hér.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki, auk þess sem fyrsti karl og fyrsta kona verða verðlaunuð. Fjöldi annara úrdráttarverðlauna í boði, t.d. eldsneytisúttektir, vörur frá Smart Energy og gjafakörfur frá Nóa Síríus. Þátttökugjald er kr. 1200- en kr. 600- fyrir 14 ára og yngri.

 
ATH: Upphafleg dagsetning hlaupsins var 8. ágúst en vegna lokunar á skráningarsíðu hlaup.com var því seinkað til 12. september.

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.