Afmælishlaup Atlantsolíu 31. júlí 2012


Afmælishlaup Atlantsolíu fer fram miðvikudaginn 12. September og hefst kl. 19 við skrifstofu Atlantsolíu að Lónsbraut 2 í Hafnarfirði. Hlaupaleiðin er 7 km. meðfram strandlengju Hafnarfjarðar, frá Lónsbraut og í áttina að Hrafnistu og hentar hlaupurum á öllum aldri. Notuð verður tímataka með flögu, og verður hún afhent á keppnisstað. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega. Athugið að ekki er í boði skráning á keppnisstað.
Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

14 ára og yngri
15-39 ára
40 ára og eldri
Skráning er hér.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki, auk þess sem fyrsti karl og fyrsta kona verða verðlaunuð. Fjöldi annara úrdráttarverðlauna í boði, t.d. eldsneytisúttektir, vörur frá Smart Energy og gjafakörfur frá Nóa Síríus. Þátttökugjald er kr. 1200- en kr. 600- fyrir 14 ára og yngri.

 
ATH: Upphafleg dagsetning hlaupsins var 8. ágúst en vegna lokunar á skráningarsíðu hlaup.com var því seinkað til 12. september.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!