300.000 í sparnað! 7. nóvember 2003

Njörður KÓ-7 bættist við viðskiptamannahóp Atlantsolíu í dag þegar hann fékk rúma 2.000 lítra af skipagasolíu. Njörður er 30 brúttólestir að stærð og stundar netaveiðar allt frá Breiðafirði til Sandgerðis. Aflinn er verkaður í saltfisk en að auki var báturinn gerður til hrefnuveiða síðastliðið sumar. Karl Þór Baldvinsson, útgerðarmaður, segir að fyrirtæki hans muni um hverja krónu og þegar hann spari jafn mikið og raun ber vitni þá hugsi hann sig ekki tvisvar um. Árlega mun sparnaðurinn nema rúmum 300 þúsund eða svipað og kostur fyrir mannskapinn í hálft ár. Ég vil hetja aðra útgerðaaðila til að endurskoða sín innkaup því að slíkar upphæðir detta ekki af himnum ofan."

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.