240.000 lítrar til Atlantic Peace 14. nóvember 2003

Í kvöld voru lestaðir um 240.000 lítrar af skipagasolíu í þýska togarann Atlantic Peace en hann er gerður út af fyrirtækinu Ocean Food í  Bremenhaven.  Skipið sem er smíðað árið 1997 er um 1600 brúttólestir að stærð og 50 metrar á lengd.  Héðan heldur það til veiða djúpt úti fyrir Íslandsmiðum. 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!