200 í Atlantsolíuhlaupinu 19. mars 2006

Rúmlega 200 manns tóku þátt í Atlantsolíuhlaupinu sem fram fór í gær í samstarfi við Skokkhóp Víkings. Það var borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem ræsti hópinn eftir léttar upphitunaræfingar. Við ræsingu notaði Steinunn forláta púðurbyssu sem fengin var að láni hjá ÍTR. Áður en Steinunn ræsti hópinn minntist hún á atvik sem átti sér stað fyrir um 20 árum þegar þáverandi borgarstjóri Davíð Oddsson ræsti Reykjavíkurmarathonið. Notaði Davíð þá einnig púðurbyssu en svo slysalega vildi til að þegar hann hleypti af þá var hvellurinn svo mikill að hann hlaut smávægilegt heyrnartap af. Því fannst Steinunni vel viðeigandi að nota heyrnarhlífar við ræsinguna. Þess má geta að líklega er um sömu púðurbyssu að ræða og Davíð notaði fyrir 20 árum síðan. Þegar allir höfðu lokið hlaupinu voru 10 heppnir dregnir út og hlaut hver þeirra að launum 50 lítra af eldsneyti

.  
 
 
 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.