17,170 krónur í sparnað 14. október 2004

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um fjölgun þeirra sem dæla sjálfir sökum þess að bensínverð hefur hækkað svo mjög. Blaðamaður segir frá því að hér áður fyrr hafi eldsneytisverð verið svo til það sama hjá öllum söluaðilum en að nú sé það liðin tíð. Þannig nefnir hann að finna megi 10 mismunandi verð og munurinn mestur 10 krónur á hæsta og lægsta verði. Að lokum reiknar hann út sparnað bifreiðaeigandans velji hann annars vegar að kaupa bensínið með fullri þjónustu eða þá að dæla sjálfur. Þannig myndi viðkomandi greiða 192,950 krónur  fyrir bensínið á ári með fullri þjónustu en 175,780 krónur kysi hann að dæla sjálfur. Munurinn 17,170 krónur. Blaðamaður endar á að skrifa:"Fyrir þann pening fást þrjár áfyllingar á þessu sama verði á sjálfdælustöð, farmiði til útlanda eða 21 bíómiði. Það munar um minna."

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.