1293 km. að baki - rúmur lítri eftir á tanknum 2. september 2004

Þeir voru kampakátir í hádeginu félagarnir sr. Jakob Rolland sparakstursmaður og Stefán Ásgrímsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda.  Saman ferðuðust þeir hringinn í kringum landið á rúmum tveimur dögum með næturstoppi á Akureyri og Kirkjubæjarklaustri. Tilefni ferðalagsins var sparakstur fyrir tilstuðlan FÍB. Sr. Jakob sagði að síðustu 30 kílómetranir hefðu verið ansi taugastrekkjandi enda hefði olíumælirinn þá þegar verið kominn í rautt ljós og farinn að pípa. Vegna þessa hefðu þeir frekar farið efri leiðina upp á Ártúnsholtið til að geta nýtt sér brekkuna á leið niður að bifreiðaskoðun Frumherja þar sem ferðin hafði byrjað. Þannig hefðu þeir getað látið sig renna ef olíuna þryti síðustu metrana. Svo illa fór þó ekki og var fjölmenn móttökunefnd sem beið þeirra á hlaðinu. Þegar VW Golf TDI bifreið þeirra var fyllt kom í ljós að þeir hefðu farið með tæpa 54 lítra af díselolíu hringinn í kringum landið en það samsvarar rúmum 4,1 lítrum á hundraði.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.