Þrettándagleði - kakó, kleinur og flugeldar 4. janúar 2013

Við bjóðum upp á heitt kakó og gómsætar kleinur fyrir dælulykilshafa og aðra gesti á þrettándagleði í Vesturbænum á sunnudaginn kemur.
Gleðin hefst með skrúðgöngu kl. 18.00 við KR heimilið þaðan sem gengið verður yfir á Ægissíðuna og tendrað í brennu um kl. 18.30. Framtakið er samstarf frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls, Vesturgarðs og foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbænum. Allir velkomnir í skemmtilega stemningu þar sem nýju ári er fagnað.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!