Þrettándagleði - kakó, kleinur og flugeldar 4. janúar 2013

Við bjóðum upp á heitt kakó og gómsætar kleinur fyrir dælulykilshafa og aðra gesti á þrettándagleði í Vesturbænum á sunnudaginn kemur.
Gleðin hefst með skrúðgöngu kl. 18.00 við KR heimilið þaðan sem gengið verður yfir á Ægissíðuna og tendrað í brennu um kl. 18.30. Framtakið er samstarf frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls, Vesturgarðs og foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbænum. Allir velkomnir í skemmtilega stemningu þar sem nýju ári er fagnað.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.