Þolraun í kringum Ísland 30. apríl 2013

Atlantsolía er einn af styrktaraðilum Around Iceland 2013 en það er þolraun Guðna Páls Viktorssonar kajakræðara sem ætlar að róa í kringum landið til styrktar Samhjálp. Ferðin hófst um hádegisbil og áætlar Guðni að sigla um 55 kílómetra í dag, þriðjudag, en í heildina mun ferðin taka um tvo mánuði. Atlantsolía óskar Guðna Pál góðs gengis og hvetjum við alla til að fylgjast með ferð hans og jafnframt leggja góðu málefni lið.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!