Úrslit - vetrarhlaup Atlantsolíu og FH 27. janúar 2012

Skipuleggjendur voru hæstánægðir með mætingu á fyrsta vetrarhlaup Atlantsolíu og FH sem fram fór í gær. Þannig luku 95 hlaupara keppni og frábærir tímar miðað við vetrarfærðina og hálku. Haft var á orði að Hafnarfjarðarbær ætti hrós skilið fyrir vel rudda göngustíga, að sama skapi var veðrið eins og best verður á kosið, stilla og stjörnubjart.
Sigurvegari hlaupsins í karlaflokki var Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH, á tímanum 18,48. Í flokki kvenna sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á tímanum 20,40.
Heildarúrslit má sjá hér. 
Konur
Tími:
20,40 Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölnir 15-29 ára
22,16 Ebba Særún Brynjarsdóttir HHFH 30-39 ára
23,30 Helga Guðný Elíasdóttir Fjölnir 15-29 ára
 
Karlar
Tími:
18,48 Hákon Hrafn Sigurðsson 3SH 30-39 ára
18,51 Friðleifur Friðleifsson HHFH 40-49 ára
19,19 Stefán Guðmundsson Team Craft / 3SH 15-29 ára
 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!