Óvenjuleg áfylling - þyrla tekur bensín 30. ágúst 2012

Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir íbúi í Hveragerði tók þessa skemmtilegu mynd á dögunum en þá birtist þessi óvenjulegi farkostur á bensínstöðinni. Við eftirgrennslan reyndust þarna tveir ævintýramenn frá Liechtenstein sem flugu þyrlunni frá meginlandinu og lentu á Höfn í Hornafirði. Erindi þeirra hingað til lands er að taka myndir.
Nánar má sjá um málið hér.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!