Íþróttasamband Fatlaðra semur við AO 6. mars 2015

Atlantsolía er stoltur styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra en í gær var endurnýjaður styrktarsamningur. Íþróttasamband fatlaðra hefur síðustu ár lyft grettistaki í eflingu á íþróttastarfi fatlaðra og opnað enn frekar augu almennings á þátttöku fatlaðra í íþróttum og þeim afrekum sem þar vinnast, eins og á Ólympíumótum fatlaðra og Heims- og Evrópumótum í ýmsum greinum. Á myndinni má sjá Símon Kjærnested stjórnarformann Atlantsolíu og Svein Áka Lúðvíksson formann Íþróttasambands Fatlaðra handsala samninginn.
 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.