Íþróttasamband Fatlaðra semur við AO 6. mars 2015

Atlantsolía er stoltur styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra en í gær var endurnýjaður styrktarsamningur. Íþróttasamband fatlaðra hefur síðustu ár lyft grettistaki í eflingu á íþróttastarfi fatlaðra og opnað enn frekar augu almennings á þátttöku fatlaðra í íþróttum og þeim afrekum sem þar vinnast, eins og á Ólympíumótum fatlaðra og Heims- og Evrópumótum í ýmsum greinum. Á myndinni má sjá Símon Kjærnested stjórnarformann Atlantsolíu og Svein Áka Lúðvíksson formann Íþróttasambands Fatlaðra handsala samninginn.
 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!