Ár síðan að sala á bensíni hófst 8. janúar 2005

Í dag 8. janúar er ár síðan Atlantsolía hóf sölu á bensíni. Þar með var rofin yfir hálfrar aldar fákeppni í sölu á bensíni en fyrir áttu samkeppnisaðilar samtals 214 ára sameiginlega reynslu. Salan hófst á bensínstöðinni að Kópavogsbraut 115 og var það Sigurður heitinn Geirdal fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs sem dældi fyrsta bensínlítranum. Strax frá fyrsta degi var ljóst að sala eldsneytis myndi aukast gríðarlega samanborið við fyrra söluaðila eldsneytis. Sú tryggð sem Kópavogsbúar sem og aðrir viðskiptavinir hafa sýnt bensínstöðinni er til marks um velvild almennings og trú þeirra á virkri verðsamkeppni.  Innan skamms tíma er ráðgert að dælur þær sem þjónað hafa stöðinni í 23 ár heyri sögunni og nýjar og fullkomnar taka við.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.