Ánægðustu viðskiptavinirnir 23. febrúar 2012

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2011 voru kynntar í morgun. Niðurstöður voru starfsfólki Atlantsolíu sannarlega bæði mikil hvatning sem og ánægjuefni en annað árið í röð eru viðskiptavinir félagsins ánægðastir í flokknum olíufélög. Mælingarnar fóru fram í  lok síðasta árs og meta viðskiptavinir fyrirtæki meðal annars út frá þjónustu, tryggð og ímynd þeirra. Alls taka mælingarnar til 9 atvinnugreina og voru 26 fyrirtæki  mæld en lágmarks fjöldi svarenda var 200 viðskiptavinir. Ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi. Nánar um afhendinguna og myndir má finna hér. 
Á myndinni má sjá Rakel Björg Guðmundsdóttur, þjónustustjóra, taka við viðurkenningunni úr hendi Gunnhildar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísis.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!