Ánægðustu viðskiptavinirnir 23. febrúar 2012

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2011 voru kynntar í morgun. Niðurstöður voru starfsfólki Atlantsolíu sannarlega bæði mikil hvatning sem og ánægjuefni en annað árið í röð eru viðskiptavinir félagsins ánægðastir í flokknum olíufélög. Mælingarnar fóru fram í  lok síðasta árs og meta viðskiptavinir fyrirtæki meðal annars út frá þjónustu, tryggð og ímynd þeirra. Alls taka mælingarnar til 9 atvinnugreina og voru 26 fyrirtæki  mæld en lágmarks fjöldi svarenda var 200 viðskiptavinir. Ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi. Nánar um afhendinguna og myndir má finna hér. 
Á myndinni má sjá Rakel Björg Guðmundsdóttur, þjónustustjóra, taka við viðurkenningunni úr hendi Gunnhildar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísis.

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.