Á slóðum Vilhjálms 26. mars 2006

Fimm ferðalangar á þremur fjallabílum fara nú senn að ljúka einum sérstæðasta og erfiðasta jeppaleiðangri sem skipulagður hefur verið hér á landi. Ferðin hófst formlega á Íslandi þann 10 febrúar síðastliðinn við Vesturfararsetrið á Hofsósi en þaðan var haldið til Shelbourne í Nova Scotia í Kanada.  Þangað komu bílarnir með skipi þann 28. febrúar sl. og um leið hófst 6.200 kílómetra akstur um norður hluta Kanada. Leiðangurinn er um margt sérstæður og um leið hættulegur þar sem aldrei áður hefur verið ekið svo löng leið á íslögðum ám og vötnum og óskráðum sleðaslóðum í Kanada. Þannig hafa bílarnir ekið um ísilagt Mackenzie fljótið sem er nærst stæsta fljót N-Ameríku, komið að ósum árinnar og ekið til Coopermine en þangað hafði aldrei komið bíll áður. Stóran hluta leiðarinnar hefur frostið verið um 40 gráður og hafa ferðalangarnir fengið allar gerðir af veðrum.  Ferðin er hugarfóstur leiðangursstjórans, Ómars Friðþjófssonar, en hann las um ferðir Vilhjálms Stefánssonar, fyrsta landkönnuðar Íslendinga, á sínum unglingsárum. Vildi Ómar kynnast með eigin raun sem og sýna öðrum þau landsvæði sem Vilhjálmur ritaði um í bókum sínum.  Með honum í för er hinn landskunni kvikmyndatökumaður Friðþjófur Helgason(52 ára), en hann sér um að skrásetja ferðina.  Karl Rútsson, öðru nafni Kalli Öxull, 51 árs rafeindavirki, sér um að halda bílunum gangandi, Halldór Sveinsson(Glanni), er mikill tækni- og veiðimaður og yngstur þeirra 32 ára. Halldór, ásamt Ómari og Kristjáni Kristjánssyni 42 ára fjallamanni og atvinnubílstjóri sjá um að aka bílunum.
Lesa má um ævintýri þeirra á vefsíðunni www.arctictrails.is  .
Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.