Á leið til Tenerife 23. desember 2012

Einar Matthíasson og Halldóra Svanbjörnsdóttir eru á leið til Tenerife í lok janúar með Ferðaskrifstofunni Vita. Áfylling á bensínstöðinni við Byko Skemmuveg þann 15. desember færði þeim aðalverðlaunin í jólaleik Atlantsolíu þetta árið. Hringt var í þau í beinni útsendingu í þætti Huldu Bjarnadóttur og voru þau vonum ánægð með vinninginn.  Á myndinni má sjá Huga Hreiðarsson markaðsstjóra afhenda þeim farmiðana til Tenerife.
Hér má hlusta á viðtalið.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!