Á Atlantsolíu hringinn í kringum landið 31. ágúst 2004

Í morgun lagði VW Golf bifreið af stað frá Reykjavík en ferðinni er heitið hringinn í kringum landið, réttsælis, með stuttu stoppi á Akureyri. Hér er ekki um hefðbundna hringferð að ræða þar sem framtakið er sparakstur á vegum FÍB. Tilefnið er að um mitt næsta ár er áætlað að í gildi taki ný lög um olíugjald í stað þungaskatts. Vilja forráðamenn FÍB þannig vekja athygli á hversu sparneytnar nýjar fólksbíladíselvélar eru. Uppgefin meðaleyðsla bílsins er um 5 lítrar á hundraði, þannig að hugsanlegt er að bíllinn nái að fara hringinn á einni tankfyllingu af dísilolíu en það var einmitt Atlantsolía sem gaf hana.
Bílstjóri í þessari ferð er sr. Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði. 
Á myndinni má sjá Rósar Aðalsteinsson, bílstjóra Atlantsolíu, Stefán Ásgrímsson frá FÍB og sr. Jakob Rolland sparakstursmann.  

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.